1.6.2017 | 11:04
Vorferð
Ég fór í vorferð með skólanum í gær. Við fórum til Borganesar á slóðir Snorra Sturluson og Egils Skallagrímssonar. Fyrst fórum við í rútu í klukkustund og skiptum okkur í tvo hópa einn fór inná safn en hinn fékk sér nesti. Þegar ég fór inná safnið var það það frekar creepy fyrst en svo var það fræðand. Þegar við kláruðum safnið fórum við aftur í rútuna og fórum á Reykholt þá kom maður sem hét Geir og sýndi okkur um og það sem mér fannst skemmtilegast var að fara að sjá heita pottinn hans Snorra. Svo tókum við rútu heim í einn og hálfan tíma. Þessi vorferð var rosalega skemmtileg því Geir var svakalega skemmtilegur að sýna okkur staðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.