Færsluflokkur: Bloggar

Íslenska

Aðalverkefnið sem við gerðum í íslensku í vetur var leiðarbók. Mér gekk mjög vel í þessu verkefni. Það sem ég lærði í þessu verkefni var um lífið á 18. öld. Fyrst lásum við bókina Galdrastafir og græn augu. Svo áttum við að búa til sögupersóna. Sögupersónan sem ég bjó til heitir Þuríður. Þuríður býr í Grímsey með manninum sínum Katli og tveimur börnum. Þuríður á tvær systur sem heita Sigríður og Guðríður. 

 


Samfélagsfræði

 

Verkefnið sem mér fannst skemmtilegast að gera í samfélagsfræði er Portúgal sem ég var að vinna með Sölva. Fyrst áttum við að velja land og við völdum Portúgal. Við gerðum þetta verkefni í Powerpoint og samtals gerðum við 10 glærur. Við skrifuðum um lögun Portúgals og frægt fólk þar eins og Ronaldo og forsetan þar í landi. Og hér er verkefnið mitt. 

Hér er verkefnið mitt

 


Sway Búddhatrú

Ég var að gera verkefni um Búddhatrú. Ég var að vinna með Bárði, Diljá og Helgu. Þetta verkefni var með þeim leiðinlegustu verkefnum sem ég var að gera. Ástæðan að mér fannst þetta verkefni svo leiðinlegt er að þetta verkefni var svo flókið. Fyrst áttum við að skrifa texta í powerpoint sem við höfum verið að vinna með lengi. Svo áttum við að byrja á nýju forriti sem við höfðum aldrei farið í. Þetta verkefni er um Búddha og Búddhatrú. 

Hér er verkefnið mitt


Unique places in Iceland

Ég var að gera verkefni í ensku í forritinu glogster. Þið vitið alveg örugglega ekki hvað glogster er en það er veggspjald í tölvum. Fyrst áttum við að finna 4 áhugulega staði á Íslandi. Ég valdi að skrifa um Dettifoss, Gljúfrabúa, Vestmannaeyjar og Hrísey. Þetta veggspjald átti að vera fyrir túrista og ég átti ekki að hafa textana of langa.

Hér er verkefnið mitt


Náttúrufræði

Ég var að gera verkefni í Náttúrufræði um heilann. Ég var að vinna með vini mínum Birgi. Fyrst fundum við upplýsingar um heilann í bókinni mannslíkaminn. Svo fórum við í forritið glogster. Þar áttum við að skrifa upplýsingarnar sem við vorum að vinna með. En þar sem ég og Birgir hugsuðum út fyrir kassan ákvöddum við að gera vídeó. Okkur gekk svakalega vel. Hér er verkefnið okkar

 


Snorri Sturluson

Ég var að vinna um Snorra Sturluson. Fyrst las kennarinn minn bók fyrir okkur um Snorra og úr því gerðum við vinnuhefti. Svo áttum við að gera hugtakakort um Snorra og skreyta og lita. Þetta verkefni var rosa skemmtilegt því það var gaman í tölvunum og það var líka gaman þegar kennartinn las bókina fyrir okkur.

Hér er hugtakakortið mitt

IMG_0732 (1)


Mörgæsir

Ég gerði ritun um mörgæsir í ritun. Mörgæsir eru jög áhugaverð og skiemmtileg dýr. Í rituninni minni var ég að segja staðreyndir um mörgæsir t.d. mörgæsir eru ófleygar og lifa 3/4 af lífinu sínu í sjó.

Hér er ritunin mín


Benjamín Dúfa

Ég las bókina Benjamín Dúfa í skólanum. Bókin Benjamín Dúfa fjallar um 

fjóra vini sem heita Benjamín, Andrés, Baldur og Róland sem ákveða að gera riddarafélag. 

Benni, Baldi, Róland og Andrés ákveða að gera riddarafélag til að berjast gegn ranglætti með réttlæti. 

Aðalpersóna bókarinnar heitir Benjamín, kallaður Benni. Benjamín er tíu ára strákur sem á marga vini og er ritari Reglu rauðu drekans. 

Benjamín og vinir hans takast á mörg vandamál í riddarafélaginu, safna peningum fyrir gamla konu, berjast við Svörtu fjöðrina og margt fleira. 

Mér fanst bókin rosalega skemmtileg og samt var hún frekar sorgleg í endann en bókin Benjamín Dúfa gefur gott dæmi um sanna vini og getur það líka verið um þegar aðrir vinir svíkja þig. 


Vorferð

Ég fór í vorferð með skólanum í gær. Við fórum til Borganesar á slóðir Snorra Sturluson og Egils Skallagrímssonar. Fyrst fórum við í rútu í klukkustund og skiptum okkur í tvo hópa einn fór inná safn en hinn fékk sér nesti. Þegar ég fór inná safnið var það það frekar creepy fyrst en svo var það fræðand. Þegar við kláruðum safnið fórum við aftur í rútuna og fórum á Reykholt þá kom maður sem hét Geir og sýndi okkur um og það sem mér fannst skemmtilegast var að fara að sjá heita pottinn hans Snorra. Svo tókum við rútu heim í einn og hálfan tíma. Þessi vorferð var rosalega skemmtileg því Geir var svakalega skemmtilegur að sýna okkur staðinn.


Islam

Ég var að gera verkefni í skólanum í trúarbragðafræði um Islam. Fyrst las kennarinn okkar bók um Islam svo áttum við að finna upplýsingar í bókkinni Maðurinn og trúinn. Þegar ég kláraði þá fórum vð í tölvur og settum það inná Powerpoint þegar ég kláraði það áttum við að blogga um verkefnið.

Mér fannst þetta verkefni frekar leiðinlegt í byrjun því en þager ég kom í tölvur þá var það skemmtilegra því mér finnst meira skemmtilegra að vinna í tölvum.

Hér er verkefnið mitt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband